Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Góður heimilisandi og virðing fyrir hverjum einstaklingi er í fyrirrúmi.

Aðstaðan

Á Sóltúni eru 92 einstaklingsíbúðir. Íbúar búa í 8 íbúða einingum með sameiginlegri, heimilislegri setustofu.

Hver íbúð er 30 fermetrar og með sérbaðherbergi.

Myndir

Þjónusta og umhverfi

 • Hárgreiðslustofa er staðsett á 2. hæð. Hún er opin þriðjudaga til föstudaga.

  Tímapantanir í síma 590 6222.

 • Á góðviðrisdögum nýtum við mikið frábæra útiaðstöðu heimilisins. Við erum bæði með fallegan bakgarð með heitum potti og svalir sem rúma stóran hóp fólks.

 • Fótaaðgerðastofa er staðsett á 2. hæð. Opnunartími er eftir samkomulagi.

  Tímapantanir í síma 590 6223 / 862 1465

 • Á Sóltúni starfar sjúkraþjálfari og aðstoðarfólk, með það að markmiði að bæta líkamlega færni og vellíðan. Teymið okkar ákveður meðferð og er hún hluti af daglegu lífi íbúa.

  Sjúkraþjálfun fer fram bæði inni íbúðaeiningum og í aðstöðu á 1. hæð Sóltúns.

 • Djákni sinnir sértækri sálgæslu íbúa á Sóltúni. Störf hans felast fyrst og fremst í stuðningi við íbúa, aðstandendur þeirra og starfsmenn.

 • Iðjuþjálfi starfar á Sóltúni með það að markmiði að viðhalda getu og þátttöku íbúa í því sem skiptir þau máli. Teymið okkar greinir þarfir hvers og eins og stillir upp dagskrá.

  Iðjuþjálfun fer fram í einingum, í samkomusal og í aðstöðu iðjuþjálfunar á 1. hæð Sóltúns.

Heimsóknir

Aðstandendur eru alltaf velkomnir í heimsókn og við leggjum mikið upp úr því að þeim líði vel hjá okkur.

Skipulögð dagskrá fer almennt fram fyrri hluta dags á virkum dögum og því er meira um heimsóknir utan þess tíma.

Heimilið er opið frá kl. 7:00 – 20:00 alla daga. Utan þess tíma geta aðstandendur hringt dyrabjöllu eða komist inn með aðgangslyklum sem hægt er að fá hjá hjúkrunarfræðingum.

Aðstandendum er einnig velkomið að koma með veitingar, hvort sem um sérstök tilefni er að ræða eða ekki, og njóta inni hjá íbúa eða í sameiginlegu setustofunni.

Matseðill dagsins

Meira um hjúkrunarheimilin

Handbók Sóltúns

Í handbók Sóltúns eru ítarlegar upplýsingar um þjónustu, skipulag og aðbúnað fyrir íbúa og aðstandendur.

HandbókOpnast í nýjum glugga