Sóltún Heilsusetur býður eldra fólki upp á metnaðarfulla endurhæfingu í 4-6 vikna dvöl, með það að markmiði að bæta verulega lífsgæði eftir að heim er komið.

Skjólstæðingar heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu, 67 ára eða eldri, geta nýtt sér þjónustuna. Heimahjúkrun hefur milligöngu um umsóknir. Þjónustan er niðurgreidd af Sjúkratryggingum.

Innskriftarstjóri

Kristbjörg H Sigurgísladóttir

Símatími alla virka daga milli 13:00-15:00 í síma 832 7010.

Deildarstjóri

Alma Rún Vignisdóttir

alma@soltun.is

Forstöðumaður

Bryndís Guðbrandsdóttir

bryndis@soltun.is

Setjum heilsuna í forgang

Þjónustan

Þjónusta Sóltúns Heilsuseturs er veitt af þverfaglegu teymi þar sem hver og einn leggur sitt af mörkum til að styrkja skjólstæðingana. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á heilsu, hollustu og félagslegri virkni.

Aðstaðan

Aðstaðan er á 3. og 4. hæð í eldra húsnæði Sólvangs á yndislegum stað við Lækinn í Hafnarfirði. Allt húsnæðið hefur verið endurnýjað. Herbergin eru rúmgóð og björt tvíbýli með nýjum rúmum og bestu dýnum sem völ er á.

Stöðumat og dagskrá

Hver og einn skjólstæðingur fær einstaklingsmiðað stöðumat og sérsniðna þjálfunardagskrá.

Dagskráin fer að mestu fram á virkum dögum og miðar að því að styrkja fólk andlega, líkamlega og félagslega.

Dæmi um dagskrárliði eru styrktarþjálfun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og fræðsla.

Þegar dvölinni lýkur viljum við að fólk fari heim tvíeflt, jákvæðara og hraustara, með sjálfstraust í að halda áfram að bæta lífsgæði sín með aukinni virkni og heilsueflingu.

Hvað segir fólk um Sóltún Heilsusetur?

Spurt og svarað

Dvölin er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Matur, gisting, endurhæfing og félagsstarf sem er í boði er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Þú þarft að hafa samband við heimahjúkrun eða heilsugæsluna. Þau gera könnun á hvort þú eða aðstandandi þinn uppfylli skilyrðin fyrir dvölinni.

Skjólstæðingar okkar eru 67 ára eða eldri og þiggja nú þegar heimahjúkrun. Endurhæfingin hentar ekki einstaklingum sem eru alvarlega veikir eða að jafna sig eftir alvarleg veikindi eða beinbrot. Metið er hvort viðkomandi hafi hag af endurhæfingunni miðað við líkamlegt ástand.

Einstaklingar með heilabilun þurfa að gangast undir mat hjá heimahjúkrun til að komast að því hvort þau hafi hag af endurhæfingu og ekki síst hvort þeim muni líða vel miðað við sjúkdómsástand.

Hægt er að dvelja á Sóltúni Heilsusetri allt að tvisvar á ári en 6 mánuðir þurfa að líða á milli innlagna.

Þegar pláss hefur verið staðfest færðu sendar allar praktískar upplýsingar, meðal annars um hvað þarf að taka með, til dæmis yfirlit yfir öll lyf, og fyrirkomulag þvotts meðan á dvöl stendur. Í upphafi þarf skjólstæðingur að koma með öll nauðsynleg lyf og hjálpartæki.

Það má fá gesti á vissum tímum, og skjólstæðingar geta farið út fyrir heimilið að vild í heimsóknir, viðburði og annað svo lengi sem það stangast ekki á við dagskrána.

Ef skjólstæðingur er kominn með færni- og heilsumat er sennilega búið að reyna öll úrræði og metið sem svo að hann geti ekki búið heima lengur án aðstoðar.

Markmiðið með endurhæfingunni hjá Sóltún heilsusetri er að fólk fari aftur heim og búi lengur heima við meiri lífsgæði. Einstaklingar sem eru komnir með þetta mat fá því ekki pláss á Heilsusetrinu.

Aðrar spurningar? Hafðu samband og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hafa sambandOpnast í nýjum glugga