Sólvangur
Sólvangur var reistur af Hafnarfjarðarbæ og tekinn í notkun árið 1953. Sóltún tók við rekstri Sólvangs af ríkinu árið 2019 í kjölfar útboðs.
Með nýjum rekstraraðilum tók við ný stefna sem byggir á hugmyndafræði sem hefur gefið mjög góða raun á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík.
Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir
Aðstaðan
Á Sólvangi er 71 einstaklingsíbúð. Íbúar búa í heimilislegum 10-11 íbúða einingum með sameiginlegri setustofu.
Hver íbúð er 28 fermetrar með sérbaðherbergi og litlum eldhúskrók með vaski.
Myndir
Þjónusta og umhverfi
Hárgreiðslustofa er staðsett á 1. hæð Sólvangs. Hún er opin þriðjudaga frá 9:00-16:00.
Tímapantanir í síma 565 3680.
Sólvangur er í hjarta Hafnarfjarðar í fallegu umhverfi við Lækinn. Hraun, mosi og álfasteinar umlykja húsið.
Fótaaðgerðastofa er staðsett á 1. hæð Sólvangs. Opnunartími er mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 10:00 – 16:00.
Tímapantanir í síma 865 7333.
Á Sólvangi starfar sjúkraþjálfari og aðstoðarfólk, með það að markmiði að bæta líkamlega færni og vellíðan. Teymi okkar ákveður meðferð og er hún hluti af daglegu lífi íbúa.
Sjúkraþjálfun fer að mestu leyti fram í aðstöðu sjúkraþjálfunar á jarðhæð en í einstaka tilfellum inni á deildum.
Á Sólvangi búa 4 hænur sem skjólstæðingar og starfsfólk dagdvalanna sinna.
Hænsnahaldið viðheldur virkni og gleður íbúa, gesti og gangandi.
Iðjuþjálfi starfar á Sólvangi með það að markmiði að viðhalda getu og þátttöku íbúa í því sem skiptir þau máli. Teymi okkar ákveður meðferð og er hún hluti af daglegu lífi íbúa.
Iðjuþjálfun fer fram inni á deildum, í samkomusal Sólvangs og í rými iðjuþjálfunar á jarðhæð.
Heimsóknir
Aðstandendur eru alltaf velkomnir í heimsókn og við leggjum mikið upp úr því að þeim líði vel hjá okkur.
Skipulögð dagskrá fer almennt fram fyrri hluta dags á virkum dögum og er því meira um heimsóknir utan þess tíma.
Heimilið er opið kl. 7:00 – 20.00 alla daga. Utan þess tíma geta aðstandendur hringt dyrabjöllu eða komist inn með aðgangslyklum sem hægt er að fá hjá hjúkrunarfræðingum.
Aðstandendum er velkomið að koma með veitingar og njóta inni hjá íbúa eða í sameiginlegu setustofunni.
Meira um hjúkrunarheimilin
Handbók Sólvangs
Í handbók Sólvangs eru ítarlegar upplýsingar um þjónustu, skipulag og aðbúnað fyrir íbúa og aðstandendur.