Vinnustaðurinn
Vinna með tilgang
Við bjóðum upp á hlýlegt starfsumhverfi og gefandi reynslu sem fylgir þér út lífið. Í boði eru dagvinna, vaktavinna og hlutastörf meðfram námi.
Fjölbreytt störf
Við vinnum í umönnunarteymum sem samanstanda af bæði faglærðu og almennu starfsfólki.
Fjölbreytt störf
Störfin eru fjölbreytt og geta til dæmis snúist um að annast íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa mikla aðstoð vegna heilsubrests, sinna stoðþjónustu t.d. í eldhúsi eða að hjálpa fólki heima við daglegt líf eða að sinna heilsueflingu og endurhæfingu eldra fólks.
Vinnuaðstaða og starfsandi
Á vinnustöðum Sóltúns er góð vinnuaðstaða og hlýlegt starfsumhverfi. Menning okkar einkennist af faglegum metnaði og virðingu fyrir íbúum og samstarfsfólki.
Sveigjanlegt vinnufyrirkomulag
Störf á vinnustöðum Sóltúns eru unnin bæði í dagvinnu og á vöktum. Það gefur möguleika á sérsniðnu fyrirkomulagi t.d. meðfram námi og hærri heildarlaunum.
Góð fríðindi
Við bjóðum öllu starfsfólki upp á líkamsræktarstyrk, fatastyrk, niðurgreiddar máltíðir í mötuneyti og afslátt í verslunum Útilífs.
Hvað kunnum við að meta í fari starfsfólks okkar?
Umhyggjusemi
Við viljum að skjólstæðingar okkar og aðstandendur þeirra upplifi hlýju frá starfsfólki okkar og fái öryggistilfinningu.
Þjónustuhugarfar
Við viljum að starfsfólk okkar hafi þolinmæði, metnað fyrir þjónustu og geri sitt besta til að uppfylla væntingar.
Metnaður
Við viljum sjá faglegan metnað, frumkvæði og stöðuga framþróun, bæði hjá starfsfólki okkar og þjónustunni í heild.