Sóltún Heima býður upp á alhliða heimaþjónustu fyrir þau sem á þurfa að halda 
vegna heilsubrests.

Við viljum létta undir með fjölskyldum og stuðla að því að fólk geti búið sem lengst á eigin heimili. Við bjóðum m.a. upp á heimastuðning, heimahjúkrun og heimahreyfingu.

Léttum undir í daglegu lífi

Eldra fólk getur oft upplifað áskoranir 
við daglegt líf, svo sem við hreinlæti, matarinnkaup og þrif.

Aðstandendur fólks með heilsubrest eru sömuleiðis oft mjög bundnir við umönnun. Hætt er við því að umönnunaraðilinn setji sínar þarfir alfarið til hliðar. Við getum létt á þessu álagi og gert aðstandendum kleift að sinna áhugamálum, eigin heilsu og félagsþörfum.

Dæmi um þjónustu

  • Við getum aðstoðað fólk við persónulegt hreinlæti, til dæmis við að fara í sturtu eða bað, snyrtingu og tannhirðu.

  • Við getum verið til staðar á meðan aðstandandi skreppur frá og þarf að sinna sínum erindum.

  • Við tökum stöðuna, hendum því sem þarf og fylgjum þér í búðina og/eða höldum á þungu pokunum. Við getum gengið frá vörunum í ísskápinn og hillur á eftir.

  • Við getum kíkt við reglulega, til að athuga líðan og kalla fram bros eða til að setjast niður yfir kaffisopa og spjalla um daginn og veginn.

  • Við getum aðstoðað við þær athafnir daglegs lífs sem eru áskorun. Við getum meðal annars aðstoðað við að fara á fætur, klæðast og við undirbúning og frágang eftir máltíðir.

  • Oft eru vinir og ættingjar önnum kafnir. Það er ekkert að því að fá smá félagsskap af og til. Segðu okkur hverju þú hefur áhuga á og við finnum manneskju sem þú getur spjallað við og eða kíkt í göngutúr eða í bæinn með.

Endurheimtu lífsgæði með heimahreyfingu

Heimahreyfing

Æfingakerfin okkar koma frá DigiRehab og eru sérhönnuð af dönskum sjúkraþjálfurum. Reynslan hefur sýnt að 3 af hverjum 4 ná líkamlegum framförum og þurfa minni aðstoð við daglegar athafnir.

  1. Greining

    Við komum heim til þín og framkvæmum greiningu á líkamlegri færni og getu.

  2. Æfingakerfi útbúið

    Út frá greiningunni er útbúið sérsniðið æfingakerfi með styrktaræfingum.

  3. Endurhæfing

    Leiðbeinandi mætir heim til þín tvisvar í viku með sérsniðið æfingaprógramm.

  4. Endurmat

    Á 6 vikna fresti er svo gert endurmat og æfingakerfið uppfært.

Hvað segir fólk um heimahreyfingu?

Fá ráðgjöf

Heilbrigðisstarfsmaður mætir heim til þín og sníður þjónustuna að þínum þörfum. Heyrðu í okkur og við höfum samband til að fara betur yfir þarfirnar.

Óska eftir heimaþjónustuOpnast í nýjum glugga

Spurt og svarað

Kostnaður fer eftir því hvers konar þjónusta er veitt og hvar. Við gerum þér tilboð í þjónustuna sem hentar þér.

Þjónustan á vegum Sóltún Heima er sérsniðin eftir þínum þörfum. Við gerum það sem skiptir skjólstæðinga okkar máli, innan skynsamlegra marka að sjálfsögðu. 

Nei, en við göngum frá til dæmis í eldhúsinu eftir matartíma.

Starfsmaður mætir heim tvisvar í viku með spjaldtölvu með sér og skjólstæðingurinn fær sérsniðið æfingaprógramm eftir skimun sem er gerð í upphafi.

Verð fyrir heimsóknina er mismunandi eftir heimilisfangi.  Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð.

Nei, starfsmenn koma með spjaldtölvu með sér.

Já, við gerum þá kröfu að allt okkar starfsfólk tali góða íslensku.

Já, við gerum það. Við getum einnig séð um að aðstoð við læknisheimsóknir, fótaaðgerðir og þess háttar.

Ef aðrar spurningar vakna, sendu okkur þá línu og við svörum þér við fyrsta tækifæri.

Hafa sambandOpnast í nýjum glugga