Framkvæmdir á Sóltúni 2025–2027

Hjúkrunarheimilið Sóltún verður stækkað um 67 rými. Einnig verður farið í endurbætur á innri kerfum og aðbúnaði á núverandi húsnæði.

  • Húsnæðið stækkar um 3.500 fermetra og verður samtals 10.400 fermetrar
  • Hjúkrunarrýmum fjölgar úr 92 í 159
  • Tvær álmur (C og D) verða lengdar og nýrri létthæð bætt við
  • Endurnýjun á kerfum og aðbúnaði, t.d. öryggiskerfi og loftræstingu

  • Framkvæmdir hefjast á haustmánuðum 2025
  • Áætlað er að þeim ljúki árið 2027

Heimar fasteignafélag, eigandi hússins, sér um framkvæmdina.

  • Sumarið 2025 voru um 700 einstaklingar á biðlista eftir hjúkrunarrými, þar af yfir 100 eftir dvöl á Sóltúni
  • Sóltún vill leggja sitt af mörkum til að mæta þessari þörf

  • Stækkun á sjúkra- og iðjuþjálfun
  • Nýr garðskáli með samkomusvæði fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk
  • Endurnýjun og breytingar á tæknikerfum og aðstöðu

Fjölmörg dæmi eru um endurbætur, viðbyggingar og framkvæmdir á heilbrigðisstofnunum á Íslandi. Svo einhver dæmi séu tekin:

  • Landspítalinn hefur í áraraðir verið í endurbótum og nýi Landspítalinn hefur verið í byggingu við hliðina á starfseminni
  • Sólvangur hjúkrunarheimili í Hafnarfirði tók í notkun nýbyggingu 2019 og gamli Sólvangur var endurgerður á meðan full starfsemi var í gangi.  Sömu rekstraraðilar stýrðu hjúkrunarheimilinu á meðan þessar framkvæmdir voru í gangi.
  • Droplaugarstaðir hjúkrunarheimili í Reykjavík byggði heila hæð ofan á hjúkrunarrými og Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað gerði slíkt hið sama
  • Fleiri hjúkrunarheimili hafa farið í endur-og viðbætur á sínum húsnæðum síðastliðin ár

  • Við leggjum mikla áherslu á að lágmarka áhrif framkvæmda á daglegt líf íbúa
  • Gera má ráð fyrir ónæði á framkvæmdatíma en þó mismikið eftir verkþáttum og verður kynnt betur hverju má búast við þegar líður á framkvæmdatímann

  • Mótvægisaðgerðir verða bæði einstaklings- og hópamiðaðar og miðaðar við verkþætti og staðsetningar á framkvæmdum í húsinu
  • Reynt verður að lágmarka áhrifin, sérstaklega yfir hádegisverði og hvíldartíma íbúa
  • Aðlögun á dagskrá sjúkra-, iðju- og félagsstarfs
  • Fjárfest verður í heyrnartólum, þyngdarsængum og meðferðardýrum til að auka vellíðan
  • Fleiri mótvægisaðgerðir verða kynntar á framkvæmdatímanum og verða mismunandi eftir verkþáttum.

  • Já, íbúar hjúkrunarheimila hafa val um búsetu sína og geta sótt um flutning í gegnum Færni- og heilsumatsnefnd
  • Fyllið út umsókn um færni- og heilsumat á vef Heilsugæslunnar- heilsugaeslan.is/serthjonusta/faerni-og-heilsumatsnefnd/Opnast í nýjum glugga
  • Mikilvægt er að hafa í huga að ferlið getur tekið tíma og því mikilvægt að huga að þessu sem fyrst, sé þess er óskað
  • Skv. reglum nefndarinnar geta íbúar sem flytja á annað heimili ekki sótt um flutning aftur á Sóltún