
kl. –
Gulur dagur í gulum september
Klæðumst gulu þennan dag og sýnum samstöðu!
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október.
Gulur er litur sjálfsvígsforvarna og semikomman (;) er kennimerkið fyrir gulan september. Táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.
Það vísar til framhalds; seiglu og vonar.