Þemavika um persónuvernd

Vikan sem líður er þemavika um persónuvernd á Sólvangi og Sóltúni hjúkrunarheimili.

Það felur í sér að við beinum sjónum okkar að persónuverndarmálum með ýmsum hætti og viljum því minna á eftirfarandi fyrir alla þá sem koma á Sólvang og Sóltún:

• Starfsfólki er ekki heimilt að ræða málefni, heilsufarsupplýsingar eða sjúkraskrá íbúa við aðstandendur nema að fengnu samþykki.

• Aðstandendur hafa eingöngu rétt til upplýsinga í þeim tilvikum þegar íbúinn er ekki fær um að meðtaka upplýsingar um eigið heilsufar skv. lögum um réttindi sjúklinga og um varanlegt ástand íbúans er að ræða að mati heilbrigðisstarfsfólks.

• Starfsfólki og gestum er ekki heimilt að ræða heilsufar annarra íbúa.

• Afhendingar á sjúkraskrám eða öðrum heilsufarsgögnum er óheimil og skal öllum slíkum óskum beint til framkvæmdastjóra hjúkrunar.

• Við viljum vekja athygli á að öryggismyndavélar eru í sameiginlegum rýmum Sólvangs og Sóltúns. Þetta eru myndavélar í öryggis- og eignavörsluskyni í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum um rafræna vöktun.

• Ekki er heimilt að taka ljósmyndir, né aðrar upptökur, af öðrum íbúum eða starfsfólki án leyfis. Slíkt varðar við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Virðum einkalíf íbúa Sólvangs og Sóltúns.