Fréttir
29. janúar 2025

Þemavika um persónuvernd

Vikan sem líður er þemavika um persónuvernd á Sólvangi og Sóltúni hjúkrunarheimili.

Það felur í sér að við beinum sjónum okkar að persónuverndarmálum með ýmsum hætti og viljum því minna á eftirfarandi fyrir alla þá sem koma á Sólvang og Sóltún:

• Starfsfólki er ekki heimilt að ræða málefni, heilsufarsupplýsingar eða sjúkraskrá íbúa við aðstandendur nema að fengnu samþykki.

• Aðstandendur hafa eingöngu rétt til upplýsinga í þeim tilvikum þegar íbúinn er ekki fær um að meðtaka upplýsingar um eigið heilsufar skv. lögum um réttindi sjúklinga og um varanlegt ástand íbúans er að ræða að mati heilbrigðisstarfsfólks.

• Starfsfólki og gestum er ekki heimilt að ræða heilsufar annarra íbúa.

• Afhendingar á sjúkraskrám eða öðrum heilsufarsgögnum er óheimil og skal öllum slíkum óskum beint til framkvæmdastjóra hjúkrunar.

• Við viljum vekja athygli á að öryggismyndavélar eru í sameiginlegum rýmum Sólvangs og Sóltúns. Þetta eru myndavélar í öryggis- og eignavörsluskyni í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum um rafræna vöktun.

• Ekki er heimilt að taka ljósmyndir, né aðrar upptökur, af öðrum íbúum eða starfsfólki án leyfis. Slíkt varðar við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Virðum einkalíf íbúa Sólvangs og Sóltúns.

Fréttir

Sóltún

  • Sóltúni 2, 105 Reykjavík
  • soltun@soltun.isOpnar tölvupóst í nýjum glugga
  • +354 590 6000

Sólvangur

  • Sólvangsvegi 2, 220 Hafnarfirði
  • solvangur@soltun.isOpnar tölvupóst í nýjum glugga
  • +354 590 6500

Nærandi samfélag

Hlutverk okkar er að auka velsæld með fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu þar sem áhersla er á aukin lífsgæði og stuðning í daglegu lífi eldra fólks

Meira um okkurOpnast í nýjum glugga
Meira um okkurOpnast í nýjum glugga

Stefnur

  • Jafnlaunastefna
  • Persónuverndarstefna
  • Mannauðsstefna

Þjónusta

  • Heimaþjónusta
  • Endurhæfing
  • Dagdvöl og dagþjálfun

Fyrirtækið

  • Um okkur
  • Netföng og símanúmer
Jafnlaunavottun

©️ 2023 Sóltún

Sóltún
kt. 600300-5390
Sólvangur
kt. 650310-0710
Jafnlaunavottun
  • Heimaþjónusta
  • Endurhæfing
  • Dagdvöl
  • Vinnustaðurinn

Þjónustan

  • Heimaþjónusta
  • Endurhæfing
  • Dagdvöl
  • Hjúkrunarheimilin

    • Sóltún
    • Sólvangur

    Þjónusta

    • Að sækja um hjúkrunarrými
    • Að flytja og aðlagast
    • Þjónusta við íbúa

Starfið

  • Vinnustaðurinn