Sólvangur 70 ára

Sólvangur var tekinn í notkun 25. október 1953 og varð því 70 ára í dag.

Húsið hefur hýst ýmsa starfsemi í gegnum tíðina, til að mynda fæðingardeild og elli- og hjúkrunarheimili. Í dag hýsir Sólvangur ýmsa starfsemi tengda öldrunarþjónustu sem öll miðar að því að auka lífsgæði eldra fólks. Í húsinu eru núna Sólvangur hjúkrunarheimili, tvær dagdvalir, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur.Í tilefni dagsins var boðið upp á fallegar tertur út um allt hús og saga hússins rifjuð upp með íbúum og starfsmönnum. Hér er hægt að lesa nánar um sögu Sólvangs í frétt á vef Hafnarfjarðarbæjar í tilefni dagsins.

Sólvangur 70 ára – til hamingju Hafnfirðingar! | HafnarfjörðurOpnast í nýjum glugga (hafnarfjordur.is)

Innilega til hamingju með daginn Sólvangur!