Sóltún stækkar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, tóku í dag fyrstu skóflustunguna að stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltúns í Reykjavík.

Stækkunin gerir ráð fyrir 67 nýjum hjúkrunarrýmum og verða hjúkrunarrými á Sóltúni þá orðin 159, en eru í dag 92. Verklok eru áætluð árið 2027.

Með þeim á myndinni eru þær Aníta Eir Vilmarsdóttir og Jóný Helgadóttir, dætur starfsmanna á Sóltúni.

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið - Skóflustunga tekin að stækkun hjúkrunarheimilisins Sóltúns: 67 ný rými bætast við á árinu 2027Opnast í nýjum glugga