Sáravarnarþemavika

Sáravarnarþemavika var haldin í seinustu viku bæði á Sólvangi í Hafnarfirði og Sóltúni í Reykjavík.

Hjúkrunarfræðingar á hvoru heimili fyrir sig hafa sótt námskeið í sáravörnum og sárameðferð og eru nú til taks sem sérfræðingar sem aðrir geta leitað til með þrálát og flókin sár.

Hjúkrunarfræðingarnir Ragna Björnsdóttir, sárasérfræðingur Sóltúns, og Íris Dóra Kristinsdóttir, sárasérfræðingur Sólvangs, voru með fræðslu í hvoru húsi fyrir sig sem var tekin upp og hægt er að horfa á hana þegar þörf krefur.

Yfir vikuna voru alls kyns ábendingar og ráðleggingar líka settar inn á Workplace, innri vef Sóltúnsstarfsfólks. Einnig farið yfir verklagsreglur og utanumhald sáraumbúða.

Á næstu dögum verður síðan fræðsla frá sérfræðingi varðandi sáravarnarbúnað, eins og snúningslök, loftdýnur, stuðningspúða og fleira.

Heimilin ættu því að vera vel í stakk búin að mæta hvers kyns sárum sem verða nú vonandi enn sjaldnar á vegi okkar!