Heitavatnslaust
Kæru aðstandendur,
Eins og þið eflaust vitið þá verður heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 22.00 mánudaginn 19. ágúst og fram til hádegis miðvikudaginn 21. ágúst og þar á meðal í Hafnarfirði og á Sólvangi.
Ástæða þess er tenging á nýrri heitavatnslögn sem eykur flutningsgetu og rekstraröryggi fyrir svæðið sem stækkar ört með vaxandi íbúafjölda.
Markmiðið er að tryggja öllum íbúum í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi og Kópavogi heitt vatn til næstu áratuga.
Við hér á Sólvangi gerum ráðstafanir, t.d. þeir sem fá bað á þriðjudögum fá bað annað hvort fyrir eða eftir heitavatnsleysið. Við getum hitað vatn þegar þörf er á því. Einnig eigum við nokkra rafmagnsofna sem hægt er að setja inn á íbúaeiningarnar. Ef þörf er á getum við líka bætt ábreiðum ofan á íbúana okkar þessar tvær nætur.
Okkar reynsla er sú, þegar þetta hefur verið gert áður, að það hafi ekki haft mikil áhrif á íbúana, t.d. fundum við ekki fyrir að það hefði kólnað í húsinu og eru líkur á því að svipað verði nú enda sumar og ekki kuldatíð.
En ef þið teljið þörf á að gera meiri ráðstafanir þá hvetjum við ykkur til að koma með auka sængur/teppi og rafmagnsofna ef þið eigið. Endilega hafið samband við okkur ef þið hafið einhverjar spurningar.
Bestu kveðjur,
Stjórnendur Sólvangs