Haustdagskrá Sóltúns hjúkrunarheimilis
Haustið er farið af stað af krafti á Sóltúni og er nóg um að vera fyrir íbúana. Iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og djákni fara nú eftir sinni haustdagskrá.
Einnig verða hinir ýmsu viðburðir á næstu mánuðum eins og Haustfagnaður, bingó, messur, Októberfest, hrekkjavakan, Bleiki dagurinn, nikkufjör með Palla og Kidda og Kaffi Sól. Og svo dettur alltaf eitthvað óvænt inn líka.
Skráning er hafin á Haustfagnaðinn á skrifstofunni.
Haustið fer vel af stað!