
Gunnar Sigurðsson gengur til liðs við stjórn Sóltúns
Sóltún heilbrigðisþjónusta hefur fengið til liðs við sig Gunnar Sigurðsson sem nýjan stjórnarmann. Gunnar býr yfir víðtækri reynslu úr fjármála- og heilbrigðisgeiranum, bæði á Íslandi og í Bretlandi. Hann hefur meðal annars setið í stjórn Cornerstone Healthcare Group Ltd. og tengdra félaga, sem sérhæfa sig í hjúkrunarheimilum fyrir einstaklinga með flóknar taugasjúkdóma- og geðheilbrigðisáskoranir. Þá starfaði hann áður sem framkvæmdastjóri og síðar forstjóri hjá Baugur Group hf., auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Kvika Securities Ltd. í London, dótturfélags Kviku banka, þar sem hann leiddi uppbyggingu starfseminnar frá stofnun.
„Við erum afar spennt að fá Gunnar til liðs við okkur í stjórn Sóltúns. Hann býr yfir dýrmætri reynslu af sérhæfðri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða og þekkingu á fjölbreyttum fyrirtækjarekstri. Þessi reynsla mun nýtast okkur vel í áframhaldandi þróun og vexti Sóltúns,“ segir Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns.