
Við erum Fyrirmyndarfyrirtæki 2025!
Við erum ótrúlega stolt að tilkynna að fyrirtækin okkar sem reka Sóltún Reykjavík og Sóltún Sólvangi hafa hlotið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 frá Viðskiptablaðinu og Keldunni.
Sóltún Reykjavík (Öldungur hf) fékk síðast viðurkenninguna 2020 og Sóltún Sólvangi (Sóltún öldrunarþjónusta ehf) er að fá þessa viðurkenningu í fyrsta sinn.
Þessi viðurkenning er aðeins veitt 2,6% íslenskra fyrirtækja og er skýr staðfesting á því að við erum á réttri leið sem ábyrgt fyrirtæki sem hefur sjálfbærni og velsæld að leiðarljósi!