Allt á hreinu á Sóltúni

Sóltúni hefur borist svar frá Sjúkratryggingum Íslands vegna fyrirspurnar um fyrirkomulag ræstinga á Sóltúni og Sólvangi hjúkrunarheimilum. Niðurstaða eftirlitsins er að eftirlitsdeild SÍ er sátt við svörin og gerir engar frekari athugasemdir við ræstingar innan Sóltúns. Málinu er lokið.

Svar SÍ til forstjóra Sóltúns þann 22. mars 2024:

Efni: Eftirlit með hjúkrunarheimilum, eftirliti lokið

Eins og þér er kunnugt um þá hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) haft nú til skoðunar starfsemi hjúkrunarheimila í samræmi við þær skyldur sem stofnunin hefur um eftirlit með samningsaðilum og þjónustuveitendum heilbrigðisþjónustu.

Með bréfi SÍ þann 7. mars sl. var óskað eftir upplýsingum vegna frétta á Heimildin.is þann 23. febrúar sl. þar sem fram kemur að: ,,Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Sóltúns báðu aðstandendur íbúa að hjálpa til við þrif með eigin tuskum og hreinsiefnum árið 2022.“

Eftirlitið byggir á grundvelli 45. og 46. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og með vísun til samnings við Öldung hf. um að leggja til og reka hjúkrunarheimili að Sóltúni 2, Reykjavík frá 28. apríl 2000 sbr. grein 0.1.6..

Farið var fram á ítarlegar upplýsingar sem kynnu að varpa ljósi á málið og sambærilegum upplýsingum fyrir hjúkrunarheimilið Sólvang. Svör bárust SÍ með bréfi dagsettu 20. mars sl.

Farið hefur verið yfir málið og ljóst er að ekki kemur til neinna athugasemda vegna málsins að hálfu SÍ og svörin hafa verið metin fullnægjandi.

Því tilkynnist að eftirliti vegna þessa máls hefur verið lokið.

Fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands,

-rafræn undirskrift

Svarbréfið frá SÍOpnast í nýjum glugga