Styrkja Sóltún

Viltu styrkja Sóltún?

Minningar- og styrktarsjóði Sóltúns er ætlað að bæta aðbúnað, tækjabúnað og afþreyingu íbúa í Sóltúni, veita styrki til námskeiðahalds, útgáfustarfsemi og annars sem tengist framþróun hugmyndafræði og þjónustu. Sjóðnum er jafnframt ætlað að bæta vinnuumhverfi starfsfólks.

Hægt að styrkja sjóðinn með framlagi og senda minningarkort við andlát. Það er gert með því að senda tölvupóst á soltun@soltun.is með upplýsingum um eftirfarandi:

  • Nafn hins látna (Til minningar um)
  • Nafn og heimilisfang þess sem á að fá minningarkortið sent
  • Nafn sendanda
  • Fjárhæð styrksins

Jafnframt skal millifæra á minningar- og styrktarsjóð Sóltúns, rnr. 0358-26-008600, kt. 580116-0860, og senda kvittun á soltun@soltun.is.

Sóltún sér um að senda kortið með pósti á heimilisfangið. Fjárhæð styrksins er ekki tekin fram á kortinu.

Einnig er hægt að styrkja sjóðinn með frjálsu framlagi á ofangreindan reikning án þess að senda kort. Öll framlög eru vel þegin.