Persónuvernd

Persónuverndarstefna

Sóltún öldrunarþjónusta ehf hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem tóku gildi þann 15. júlí 2018.

Umrædd lög voru sett til innleiðingar og lögfestingar á almennu persónuverndarreglugerðinni (REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS (ESB) 2016/679, frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB).

Sóltún öldrunarþjónusta ehf leggur metnað í að tryggja trúnað og vernd þeirra persónuupplýsinga sem félagið þarf að afla og vinna með í tengslum við starfsemi sína, þ.á.m. upplýsingar um íbúa, aðstandendur, starfsmenn, umsækjendur og aðra viðskiptavini.

Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða gögnum Sóltún öldrunarþjónusta ehf safnar, hvernig unnið er með slík gögn, hverjir hafa aðgang að gögnunum og hvernig þú getur nálgast frekari upplýsingar um persónuverndarmálefni Sóltúns öldrunarþjónustu ehf.

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarstefnu þessari eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling.

Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og til dæmis nafn, kennitölu, netauðkenni eða eins eða fleiri þátta sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.

Hvaða gögnum söfnum við og hvers vegna?

Þær persónuupplýsingar sem Sóltún öldrunarþjónusta ehf aflar eru meðal annars notaðar til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila, svo sem um skráningu heilsufarsupplýsinga í sjúkraskrár, um veitingu tiltekinnar þjónustu til íbúa og annara einstaklinga, til að uppfylla kröfur vinnumarkaðsins gagnvart starfsfólki sínu o.s.frv.

Upplýsingum er einnig aflað í þeim tilgangi að standa við gerða samninga við einstaklinga, svo sem ráðningarsamninga við starfsfólk og þjónustusamninga við íbúa hjúkrunarheimilisins eða aðra skjólstæðinga.

Sóltún öldrunarþjónusta ehf kappkostar við að bæta öryggi og lífskjör íbúa og annarra skjólstæðinga og í þeim tilgangi er vinnsla persónuupplýsinga oft nauðsynleg.

Sóltún öldrunarþjónusta ehf leggur áherslu á að upplýsa alla hlutaðeigandi um vinnslu persónuupplýsinga og afla upplýsts samþykkis þeirra í þeim tilvikum sem það á við.

Sóltún öldrunarþjónusta ehf kann einnig að safna og vinna með upplýsingar sem einstaklingar kjósa að láta félaginu í té.

Þetta geta til dæmis verið bréfaskrif með ábendingum eða athugasemdum frá íbúum/skjólstæðingum/dagdvalargestum, aðstandendum, umsækjendum eða öðrum viðskiptavinum eða upplýsingar sem kunna að berast félaginu vegna starfsemi þess, þ.m.t. meginstarfsemi þess, sem felst í þjónustu til skjólstæðinga/viðskiptavina þess, þ.m.t. heilbrigðisþjónustu.

Dæmi um upplýsingar sem félagið vinnur um einstaklinga í ofangreindum tilgangi:

  • Almennar upplýsingar; svo sem nafn, heimilisfang og reikningsnúmer.
  • Samskiptaupplýsingar; svo sem símanúmer og netföng.
  • Kennitala, kyn og víðtækar heilsufarsupplýsingar.
  • Færni- og heilsumat.
  • Upplýsingar um menntun og starfsferil.
  • Stéttarfélags- og lífeyrissjóðsaðild, launa og kjaramál.
  • Vinnustundir og veikinda- og orlofsréttindi ásamt nýtingu þeirra.
  • Upplýsingar um aðstandendur; svo sem nöfn, símanúmer og netföng.

Hvaðan koma þær upplýsingar sem við vinnum með?

Að meginstefnu til koma upplýsingar sem Sóltún öldrunarþjónusta ehf vinnur með frá einstaklingum sjálfum.

Í einhverjum tilvikum koma upplýsingarnar þó frá þriðja aðila. Sem dæmi má nefna heilbrigðisyfirvöld, lækna, skattayfirvöld, stéttarfélög, lífeyrissjóði, aðstandendur o.fl.

Hve lengi geymum við gögnin?

Sóltún öldrunarþjónusta ehf fellur undir ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Þau gögn sem félagið aflar í starfsemi sinni, þ.á.m. persónugreinanleg gögn, þarf félagið því að varðveita í allt að 30 ár áður en það afhendir þau til viðeigandi skjalasafns.

Hverjir hafa aðgang að gögnunum?

Viðeigandi starfsmenn og stjórnendur Sóltúns öldrunarþjónustu ehf hafa aðgang að þeim gögnum sem safnað er um skráða einstaklinga.

Samábyrgðaraðilar, eins og t.d. sjálfstætt starfandi læknar, hafa einnig aðgang að tilteknum gögnum. Þá þurfa vinnsluaðilar Sóltúns öldrunarþjónustu ehf að hafa aðgang að ákveðnum gögnum, það geta verið upplýsingatæknifyrirtæki, lyfjaþjónustur, bókhaldsþjónustur o.fl.

Ennfremur er Sóltúni öldrunarþjónustu ehf skylt að skila tilteknum upplýsingum til ríkisstofnana, svo sem embætti landlæknis, færni- og heilsumatsnefnda, Sjúkratrygginga Íslands, Ríkisskattstjóra o.fl.

Sóltún öldrunarþjónusta ehf nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þeim var aflað fyrir.

Hvernig tryggjum við öryggi gagna?

Sóltún öldrunarþjónusta ehf leitast við að vernda persónuupplýsingar með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum.

Dæmi um slíkar ráðstafanir eru aðgangsstýringar að kerfum, skýrar verklagsreglur og þjálfun starfsfólks.

Vefsíður og vafrakökur

Sóltún öldrunarþjónusta ehf notar svokallaðar vafrakökur / vefmælingartól [t.d. Google Analytics] til mælinga á vefsvæðum heimilisins/félagsins.

Vafrakökur eru smáar textaskrár sem eru geymdar á tölvu þinni eða snjalltæki. Við heimsókn á vefsíðu Sóltúns Heima og Sólvangs eru skráðar upplýsingar um tíma, dagsetningu, leitarorð, frá hvaða vef er komið, gerð vafra, gerð stýrikerfis o.fl.

Upplýsingarnar eru notaðar við endurbætur á vef Sóltúns öldrunarþjónustu ehf og við þróun hans, m.a. til að gera hann skilvirkari og bæta upplifun notandans.

Upplýsingarnar eru ekki seldar þriðja aðila.

Nánari upplýsingar

Sóltún öldrunarþjónusta ehf hefur tilnefnt persónuverndarfulltrúa sem mun hafa umsjón og eftirlit með persónuverndarmálum heimilisins.

Óskir þú eftir frekari upplýsingum um persónuverndarstefnu þessa eða hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband við persónuverndarfulltrúa. Samskiptaupplýsingar hans er að finna hér að neðan:

Persónuverndarfulltrúi

Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir

Endurskoðun

Persónuverndarstefna þessi er endurskoðuð reglulega og kann að vera uppfærð eða taka breytingum í samræmi við breytingar á lögum eða reglugerðum eða vegna breytts verklags um vinnslu persónuupplýsinga innan félagsins.

Persónuverndarstefna þessi var samþykkt af stjórn félagsins
þann 21.10.2020.