Laus störf:

Sóltún hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna með ríkulegan metnað fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúanna. Sóltún er heimilislegt hjúkrunarheimili með umvefjandi starfsumhverfi og ótal námstækifæri. Lögð er rík áhersla á góða aðlögun og stuðning í starfi.

Sóltún hefur áhuga á að fjölga karlmönnum í hópi starfsmanna og hvetur karla jafnt sem konur að senda inn starfsumsókn.

Athugið að  umsóknarkerfið styður ekki notkun snjalltækja og því er ekki hægt að sækja um gegnum slík tæki.Vinsamlega smellið á “Almenn umsókn” eða veljið viðeigandi starfsumsókn ef það á betur við.

Allar frekari upplýsingar gefur Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri á netf: annagg@soltun.is eða í síma 590-6211

Áhugasamir smellið á Almenna umsókn til að sækja um

Hjúkrunarfræðingur

Ert þú hjúkrunarfræðingur og langar að starfa með frábærum starfsmannahópi?

Þá er gullið tækifæri í Sóltúni því þar óskast hjúkrunarfræðingur í 50-80% starf sem fyrst. Um er að ræða morgun-, kvöld- og helgarvaktir en næturvaktir koma einnig til greina.

Sóltún er heimilislegt hjúkrunarheimili með umvefjandi starfsumhverfi og hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna með ríkulegan metnað fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúanna. Í Sóltúni er sérstök áhersla á gæðastarf, þróun þjónustu, jákvæðni og virðingu.

Við hvetjum áhugasama hjúkrunarfræðinga til að senda okkur umsókn á www.soltun.is og/eða leita upplýsinga hjá Önnu Guðbjörgu Gunnarsdóttur, mannauðsstjóra í síma 590-6211 eða á tölvupóstfang: annagg@soltun.is

 

Senda inn umsókn

Að hafa starfsfólk sem býr yfir bestu þekkingu og færni til starfa á sínu sviði er eitt af yfirmarkmiðum Sóltúns í mannauðsmálum. Vandað er til ráðningar starfsfólks og fylgt er skipulögðu ráðningaferli. Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi tali skiljanlegt íslenskt mál, skilji íslensku og lesi hana og skrifi. Skila þarf hreinu sakavottorði, prófskírteinum og starfsleyfum áður en starf er hafið og skuldbindur starfsfólk sig til að starfa í samræmi við hugmyndafræði og markmið Sóltúns. Ennfremur er meðmæla krafist/aflað frá fyrri vinnuveitendum, og þarf starfsfólk að uppfylla kröfur sem gerðar eru til starfsins og kröfur sem Sóltún gerir til starfsmanna sinna. Sóltún er reyklaus vinnustaður og reykingar starfsfólk óheimilar í Sóltúni eða á lóð þess.