Laus störf:

Sóltún hefur áhuga á að fjölga karlmönnum í hópi starfsmanna og hvetur karla til jafns við konur að senda inn starfsumsókn. Athugið að  umsóknarkerfið styður ekki notkun snjallsíma, og því er ekki hægt að sækja um gegnum þá leið. Smellið á Almenna umsókn hér fyrir neðan til að sjá hvaða störf eru í boði.

Við í Sóltúni tökum fagnandi á móti  1.-3.árs hjúkrunarnemum og  1.-4.árs læknanemum í sumarstörf og ungu fólki sem hefur áhuga að starfa við umönnun í sumar. Lögð er rík áhersla á góða aðlögun og stuðning í starfi. Sóltún hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna með ríkulegan metnað fyrir vellíðan og lífsgæði íbúanna. Sóltún er heimilislegt hjúkrunarheimili með umvefjandi starfsumhverfi ógrynni námstækifæra. Við hlökkum til að heyra frá áhugasömum nemum og öðru áhugasömu sumarafleysingafólki sem fyrst. Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri tekur gjarnan við fyrirspurnum í síma 590-6211 eða á annagg@soltun.is 

Áhugasamir smellið á Almenna umsókn til að sækja um

Aðstoðarhjúkrunarstjóri 1.hæð

Ný staða aðstoðarhjúkrunarstjóra á 1.hæð í Sóltúni er nú laus til umsóknar. Óskað er eftir drífandi, metnaðarfullum og jákvæðum hjúkrunarfræðingi með leiðtogahæfileika og brennandi áhuga á starfinu.

Aðstoðarhjúkrunarstjóri sinnir almennum hjúkrunarstörfum í samræmi við markmið, hugmyndafræði og gæðakerfi Sóltúns, hefur yfirsýn yfir daglega rekstrarþætti hæðarinnar ásamt hjúkrunarstjóra með það að markmiði að auka gæði og minnka sóun, hefur yfirsýn yfir mannauðsmál hæðar ásamt hjúkrunarstjóra með það að markmiði að tryggja öryggi starfsmanna, stuðla að vellíðan í vinnu og að mannafli nýtist sem best hverju sinni, tekur að sér ákveðin verkefni og tekur þátt í og fylgir eftir ákvörðunum hjúkrunarstjóra.

Aðstoðarhjúkrunarstjóri er aðal (primary) hjúkrunarfræðingur ákveðinna íbúa og er málsvari íbúa og aðstandenda innan sem utan hjúkrunarheimilisins. Aðstoðarhjúkrunarstjóri sinnir hjúkrunarþjónustu við 12-92 íbúa Sóltúns eftir aðstæðum hverju sinni.

Aðstoðarhjúkrunarstjóri ber ábyrgð á störfum sínum sbr. lög um heilbrigðisstarfsmenn og hefur siðareglur hjúkrunarfræðinga að leiðarljósi. Aðstoðarhjúkrunarstjóri ber ábyrgð á verkefnum sem honum eru falin ber ábyrgð á að viðhalda góðum starfsanda, ýta undir liðsheild og er leiðandi í fagmennsku í öllu klínísku starfi hæðarinnar, öryggis- og gæðastarfi, umbótum og framþróun í þjónustu við íbúa.

Aðstoðarhjúkrunarstjóri er staðgengill hjúkrunarstjóra og ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri hæðar, skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar í samráði við hann og í fjarveru hans.

Aðstoðarhjúkrunarstjóri er hvetjandi leiðtogi hjúkrunar, góðrar þjónustu, öryggis íbúa og ábyrgs rekstrar í samræmi við markmið, hugmyndafræði og gæðakerfi Sóltúns.

Viðbótarnám í hjúkrun, stjórnun eða öðrum fræðigreinum sem nýtast í starfinu er skilyrði og fimm ára starfsreynsla æskileg.

Ráðið verður í stöðuna frá 1.september 2019

Umsóknarfrestur er til 4.júní 2019

Allar upplýsingar gefa Hildur Björk Sigurðardóttir hjúkrunarstjóri á 1.hæð s. 590-6117, hildurbjork@soltun.is og Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri s. 590-6211, annagg@soltun.is

Senda inn umsókn

Hjúkrunarfræðingur

Sóltún hjúkrunarheimili óskar eftir hjúkrunarfræðingi með faglegan metnað og áhuga á þátttöku í faglegri framþróun í framtíðarstarf. Starfshlutfall er 50-100% og er um að ræða morgun- kvöld- og helgarvaktir eftir samkomulagi. Staðan er laus frá vori 2019 eða eftir samkomulagi. Sumarafleysing kemur einnig til greina.

Sóltún er heimilislegt hjúkrunarheimili með umvefjandi starfsumhverfi og hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna með ríkulegan metnað fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúanna. Í Sóltúni er sérstök áhersla á gæðastarf, þróun þjónustu, jákvæðni og virðingu.

Allar upplýsingar veitir Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 590-6211 eða á tölvupóstfang: annagg@soltun.is

Senda inn umsókn

Sjúkraliði - verkefnastjóri

Við í Sóltúni óskum nú eftir áhugasömum sjúkraliða í stöðu verkefnastjóra á almennri hjúkrunardeild frá 1.september 2019 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall. Starfið felur í sér almenn störf sjúkraliða við hjúkrun íbúa ásamt spennandi leiðtogahlutverki og verkefnastjórnun. Starfið býður upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni og er a.m.k. 5 ára starfsreynsla æskileg. Verkefnastjóri er samstarfsfólki sterk fyrirmynd og því er mjög mikilvægt að hann hafi til að bera jákvætt viðmót, úrvals samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðaða nálgun að verkefnum. Unnið er í vaktavinnu en æskilegt er að verkefnastjóri sé mikið til á morgunvöktum í miðri viku.

Sóltún er heimilislegt hjúkrunarheimili með umvefjandi starfsumhverfi og hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna með ríkulegan metnað fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúanna. Í Sóltúni er sérstök áhersla á gæðastarf, þróun þjónustu, jákvæðni og virðingu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri, s. 590-6211, annagg@soltun.is

Sótt er um starfið á www.soltun.is


 

Senda inn umsókn

Að hafa starfsfólk sem býr yfir bestu þekkingu og færni til starfa á sínu sviði er eitt af yfirmarkmiðum Sóltúns í mannauðsmálum. Vandað er til ráðningar starfsfólks og fylgt er skipulögðu ráðningaferli. Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi tali skiljanlegt íslenskt mál, skilji íslensku og lesi hana og skrifi. Skila þarf hreinu sakavottorði, prófskírteinum og starfsleyfum áður en starf er hafið og skuldbindur starfsfólk sig til að starfa í samræmi við hugmyndafræði og markmið Sóltúns. Ennfremur er meðmæla krafist/aflað frá fyrri vinnuveitendum, og þarf starfsfólk að uppfylla kröfur sem gerðar eru til starfsins og kröfur sem Sóltún gerir til starfsmanna sinna. Sóltún er reyklaus vinnustaður og reykingar starfsfólk óheimilar í Sóltúni eða á lóð þess.