Umsókn um hjúkrunarrými
Forsendur fyrir möguleika á hjúkrunarrými er að hafa gilt Færni- og heilsumat. Jafnframt er hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrst og fremst ætlað að taka á móti öldruðum sjúklingum frá Landspítala samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Því þurfa sjúklingar sem bíða á Landsspítala að komast á forgangslista spítalans fyrir Sóltún. Færni- og heilsumat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega hjúkrun og vistun á hjúkrunarheimili. Þegar að því
kemur að sækja um vist á hjúkrunarheimili þarf fyrst að sækja um færni- og heilsumat til færni- og heilsumatsnefndar í viðkomandi landshluta. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Embætti landlæknis
Umsóknareyðublað
Umsókn um færni- og heilsumat þarf að berast færni- og heilsumatsnefndum á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast hér. Ekki er hægt að senda umsóknina rafrænt heldur verður að prenta hana út og koma til viðkomandi færni- og heilsumatsnefnda.
Umsókn um færni-og-heilsumat-eydublad .doc
Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins
Færni- og heilsumatsnefnd
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Þönglabakka 1, 2. hæð, 109 Reykjavík
Sími: 585 1300 eða 513 6819 (alla virka daga kl. 11-12)
Daggjöld til heimila eru ekki greidd nema matið liggi fyrir.
Lokaákvörðun um úthlutun íbúða til umsækjenda sem metnir eru í forgangshóp er síðan hjá hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Lífeyrisgreiðslur
Ástæða er til að vekja athygli umsækjenda um færni- og heilsumat á því að þegar lífeyrisþegi flyst á hjúkrunarheimili falla niður lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR).
Við það að greiðslur falla niður myndast réttur til vasapeninga sem eru tekjutengdir. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér þátttöku í dvalarkostnaði og kostnað við búsetu.Frekari upplýsingar um þessi efni er að finna á vefsetri TR.