Starfsumsóknir
Laus störf:
Sóltún hefur á að skipa öflugum hópi starfsmanna með ríkulegan metnað fyrir vellíðan og lífsgæðum íbúanna. Sóltún er heimilislegt hjúkrunarheimili með umvefjandi starfsumhverfi og ótal námstækifæri. Lögð er rík áhersla á góða aðlögun og stuðning í starfi.
Sóltún hefur áhuga á að fjölga karlmönnum í hópi starfsmanna og hvetur karla jafnt sem konur að senda inn starfsumsókn.
Athugið að umsóknarkerfið styður ekki notkun snjalltækja og því er ekki hægt að sækja um gegnum slík tæki.Vinsamlega smellið á “Almenn umsókn” eða veljið viðeigandi starfsumsókn ef það á betur við.
Allar frekari upplýsingar gefa stjórnendur:
Ólöf Petrína Alfreðsdóttir Andersen hjúkrunarstjóri 1. hæð, á netf: olofpetrina@soltun.is eða í síma 590-6117
Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir húkrunarstjóri 2. hæð, á netf: sigurveig@soltun.is eða í síma 590-6215
Hulda Björg Óladóttir hjúkrunarstjóri 3. hæð, á netf: hulda@soltun.is eða í síma 590-6322
Þórdís S. Hannesdóttir yfirmaður ræstingar og húsumsjónar, á netf: thordis@soltun.is eða í síma 590-6910
Áhugasamir smellið á Almenna umsókn til að sækja um
Almenn umsókn hjá Sóltúni
Smellið hér til að senda inn almenna umsókn.
Að hafa starfsfólk sem býr yfir bestu þekkingu og færni til starfa á sínu sviði er eitt af yfirmarkmiðum Sóltúns í mannauðsmálum. Vandað er til ráðningar starfsfólks og fylgt er skipulögðu ráðningaferli. Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi tali skiljanlegt íslenskt mál, skilji íslensku og lesi hana og skrifi. Skila þarf hreinu sakavottorði, prófskírteinum og starfsleyfum áður en starf er hafið og skuldbindur starfsfólk sig til að starfa í samræmi við hugmyndafræði og markmið Sóltúns. Ennfremur er meðmæla krafist/aflað frá fyrri vinnuveitendum, og þarf starfsfólk að uppfylla kröfur sem gerðar eru til starfsins og kröfur sem Sóltún gerir til starfsmanna sinna. Sóltún er reyklaus vinnustaður og reykingar starfsfólk óheimilar í Sóltúni eða á lóð þess.