Umsóknir/eyðublöð

Forsendur fyrir möguleika á hjúkrunarrými er að hafa gilt Færni- og heilsumat. Jafnframt er hjúkrunarheimilinu Sóltúni  fyrst og fremst ætlað að taka á móti öldruðum sjúklingum frá Landspítala samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Því þurfa sjúklingar sem bíða á Landsspítala að komast á forgangslista spítalans fyrir Sóltún. Færni- og heilsumat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega hjúkrun og vistun á  hjúkrunarheimili. Þegar að því 
kemur að sækja um vist á hjúkrunarheimili þarf fyrst að sækja um færni- og heilsumat til vistunarmatsnefndar í viðkomandi landshluta. 

Umsókn um færni-og-heilsumat-eydublad .doc
Daggjöld til heimila eru ekki greidd nema matið liggi fyrir. 

Hjúkrunarheimilið Sóltún er ætlað þeim öldruðum sem hafa gilt Færni- og heilsumat og eru á vistunarskrá. Heilbrigðisráðherra skipar samráðshóp sem tilnefnir þá 7 umsækjendur sem skulu hafa forgang að íbúðum heimilisins þegar þær losna. Samráðshópnum ber að tryggja þeim einstaklingum forgang sem metnir eru í mjög brýna þörf fyrir hjúkrun og eru það veikir, að þeir eru ófærir um að bíða eftir hjúkrunarrými í heimahúsi.  Sjúklingar á Landspítala hafa forgang að hjúkrunarrýmum í Sóltúni og ákvarðar öldrunarteymi spítalans hverjir fara í forgangshóp frá þeim. Færni- og heilsumatsnefnd heilbrigðisumdæmisins ákvarðar hverjir fara í forgangshóp af þeim sem bíða vistunar í heimahúsi. Lokaákvörðun um úthlutun íbúða til umsækjenda sem metnir eru í forgangshóp er síðan hjá hjúkrunarheimilinu Sóltúni.