Eldri og betri, ráðstefna Sóltúns í Hörpu

19.09.2023 15:21

Eldri og betri, ráðstefna Sóltúns heilbrigðisþjónustu um framtíð öldrunarþjónustu á Íslandi, var haldin síðastliðinn fimmtudag í Hörpu. Hátt í 250 manns mættu og gekk ráðstefnan vonum framar. Rætt var um hvað þjóðin er að eldast hratt og þær áskoranir sem því fylgja, en ásamt því að ræða áskoranir var komið fram með mögulegar leiðir til að framtíðin verði björt og það verði gott að eldast á Íslandi.

Almennt var mikil ánægja meðal gesta ráðstefnunnar með þetta framtak í þágu málaflokksins og þökkum við öllum þeim sem gáfu sér tíma til að mæta og vinna að því alla daga að bæta öldrunarþjónustu á Íslandi.

 

til baka