Sóltún hjúkrunarheimili tekur þátt í evrópuverkefni

28.03.2023 09:03

Sóltun hjúkrunarheimili tekur þátt í evrópuverkefni

Um er að ræða Erasmus+ styrkt verkefni sem stýrt er af APSS CR sem eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu í Tékklandi. Enskt heiti verkefnisins er „Recruiting and retaining the staff in social services“. Í verkefnahóp eru aðilar frá Tékklandi, Austurríki, Ítalíu, Spáni, Grikklandi auk starfsfólks frá Sóltúni.

Verkefnið er til 2 ára og er munu aðilar skiptast á hagnýtum upplýsingum til að móta viðmið fyrir fyrirtæki og stofnanir í félags- og heilbrigðisgeira. Viðmiðin munu snúast um hagnýt ráð við ráðningar, hvernig megi auka starfsánægju og draga úr starfsmannveltu. Verkefnið fór af stað í október 2022 og ætlunin er að á árinu 2024 liggi fyrir viðmið, leiðbeiningar og kennsluefni sem kynnt verður hagsmunaaðilum í viðkomandi löndum.

Í lok ágúst 2023 er fyrirhugaður vinnufundur á Íslandi og er gert ráð fyrir þátttöku allra samstarfsaðila.

 

til baka