Heimsókn frá Waldorfskóla

17.02.2023 13:56

Í dag vorum við svo heppin að fá heimsókn frá Waldorfskólanum, nágrönnum okkar í Sóltúni. Börn úr 1.-5.bekk komu og sungu stórglæsilega fyrir okkur klassísk íslensk þorralög.

Eftir sönginn löbbuðu börnin um salinn og gáfu íbúunum hjörtu sem þau höfðu búið til með fallegum skilaboðum. Við þökkum Waldorfskólanum fyrir þessa fallegu stund og hlökkum til að fá þau aftur í heimsókn. Nú förum við glöð inn í helgina!

 

til baka