Bóndadagsgleði í samkomusalnum

20.01.2023 15:21

Í dag var haldin Bóndadagsgleði í samkomusalnum til að fagna þorranum. Salurinn var skreyttur með þjóðlegu ívafi og starfsmenn mættu í sínum fínustu þjóðlegu flíkum, allt frá lopapeysum yfir í peysuföt. Hlustað var á tónlist og sungið og einnig voru flutt minni karla og kvenna. Gunna reitti síðan af sér skemmtilega þorrabrandara og Elísabet djákni flutti ljóð með miklum tilþrifum. Að lokum fór Elísabet djákni yfir sögu þorrablóts á Íslandi. 

Að þessari góðu skemmtun lokinni var mikil eftirvænting í loftinu að komast upp á sína deild til að gæða sér á dýrindis þorramat, og ekki skemmdi nú fyrir að fá smá brennivínsdreitil með!

Annars vonum við að allir eigi góða helgi og áfram Ísland!

til baka