21 árs afmæli Sóltúns hjúkrunarheimilis

06.01.2023 11:50

Hjúkrunarheimilið Sóltún opnaði þann 7. janúar 2002 og því fögnum við 21 árs afmæli Sóltúns þessa vikuna. Af því tilefni verður boðið upp á hátíðarmat í hádeginu í dag og tertur með kaffinu í dag og á morgun.

Iðjuþjálfun fór í vikunni með nokkra íbúa á Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og var það mikil upplifun. Við þökkum kærlega fyrir boð Sinfóníuhljómsveitarinnar og vonum að þetta verði að árlegri hefð.Annars hefur þessi fyrsta vika ársins 2023 farið rólega af stað og hlökkum við til nýrra áskorana á árinu á meðan við erum þakklát fyrir það góða starf sem við inntum af hendi á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi aðstæður. 

til baka