Covid smit á 1. hæð

08.11.2022 15:33

Covid-19 hefur ekki yfirgefið okkur en upp hefur komið Covid-19 hópsýking á deildinni 1DE sem slapp vel við smit í byrjun ársins.  Líðan íbúa er eftir atvikum góð. Við biðjum aðstandendur um að sýna varkárni, ekki koma í heimsókn með kvefeinkenni, stunda handþvott og spritta hendur áður en komið er inn á allar einingar.  Góðar sóttvarnir verja einnig íbúana við öðrum smitsjúkdómum líkt og inflúensu. Aðstandendur smitaðra íbúa hafa verið upplýstir um stöðuna.  Heimsóknir inn á deild þar sem smit er eru ekki bannaðar en biðlað er til ættingja að haga heimsóknum í lágmarki og fara beint út af einingunni og út úr húsi eftir heimsóknina.

til baka