Breytt skipurit
.png?proc=Mynd+%c3%a1+undirs%c3%ad%c3%b0u)
1. nóvember tóku gildi skipulagsbreytingar sem áður hafa verið kynntar. Við tók ný yfirstjórn sem kallast Sóltún framkvæmdaráð sem hefur það hlutverk að stuðla að samræmdri, bættri þjónustu, gæðum, nýsköpun og starfsánægju fyrir allar rekstrareiningar innan Sóltúns heilbrigðisþjónustu og dótturfélaga. Sóltún hjúkrunarheimili hefur fengið nýjan forstöðumann, Hildi Björk Sigurðardóttur en hún mun stýra daglegri starfsemi í húsinu. Hún var áður aðstoðarframkvæmdastjóri hjúkrunar á Sóltúni. Starfsfólk á Sólvangi hefur fengið nýjan forstöðumann yfir heimilið, Helgu Sæunni Sveinbjörnsdóttur. Bryndís Guðbrandsdóttir mun taka við sem forstöðumaður Dag- og heimaþjónustu í síðasta lagi 1. janúar en undir það falla dagdvalir, Sóltún Heilsusetur og Sóltún Heima.
Þvert yfir rekstrareiningarnar verður Halla Thoroddsen forstjóri, mannauðssvið sem Baldur Jónsson nýr mannauðsstjóri stýrir og heilbrigðis- og rekstrarsvið sem Inga Eyþórsdóttir stýrir auk þess að vera framkvæmdastjóri hjúkrunar. Verkefni forstjóra og stoðsviða er að samræma og styðja við starfsemi rekstrareininganna. Anna Birna Jensdóttir sem var forstjóri Sóltúns/Öldungs hefur tekið við sem stjórnarformaður.
til baka