Sóltúns Heilsusetur tekur til starfa í dag

05.09.2022 12:54

Sóltún öldrunarþjónusta hélt formlega upp á opnun Sóltúns Heilsuseturs 1. september s.l. Sérstakar þakkir eru til allra sem áttu þátt í að láta þessa þjónustu, endurhæfingu fyrir aldraða á Sólvangi, verða að veruleika, svo sem Heilbrigðisráðuneytið, Sjúkratryggingar Íslands og Hafnarfjarðarbær sem við höfum átt afar farsælt samstarf við. Í dag 5. september mæta fyrstu gestirnir en á heilsusetrinu er tekið á móti 39 einstaklingum sem dvelja í 4 vikur í alhliða heilsueflingu. Árlega munu um 400 aldraðir einstaklingar njóta góðs af endurhæfingu og snúa aftur heim hraustari að lokinni dvölinni, með vonandi minni þörf á aðstoð heima fyrir og heilbrigðisþjónustu. Þeir sem hafa áhuga á að dvelja á heilsusetrinu skulu snúa sér til heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins sem sjá um að vísa í þetta úrræði.

til baka

Myndir með frétt