Skemmtun var haldin í dag í tilefni af þjóðhátíðardeginum
Í morgun var haldin hátíðleg skemmtun í salnum okkar sem heppnaðist einstaklega vel. Mjög margir íbúar gátu komið og var fullur salur. Byrjað var á því að fara yfir sögu þjóðhátíðardagsins og síðan fengum við okkar einu sönnu Fjallkonu, Dagnýju Heiðu Vilhjálmsdóttur, sem er amma iðjuþjálfa Sóltúns og fór hún með ljóðið "Eldgamla Ísafold" sem vakti mikla lukku. Þökkum við henni innilega fyrir að koma til okkar og vera með okkur í þessari skemmtilegu stund. Söngur ómaði um salinn þar sem íbúarnir tóku virkan þátt og þáðu veitingar. Að lokum voru íþróttaleikir í anda sjúkraþjálfunar þar sem margir urðu hissa á sínum eigin hæfileikum. Met voru slegin og íbúarnir hvöttu hvorn annan áfram. Frábær dagur og allir fóru útí daginn með bros á vör. Gleðilegan þjóðhátíðardag!