Heimsóknartakmörkunum og grímuskyldu gesta aflétt frá og með 2. maí 2022

29.04.2022 14:10

Sóltún fer af hættustigi um helgina og frá og með mánudeginum 2. maí verður heimsóknartakmörkunum aflétt sem og grímuskylda gesta. Áfram er þó fólk beðið um að koma ekki í heimsókn ef það er með veikindaeinkenni sem gætu verið smitandi. Þá stendur aftur til boða að panta samkomusalinn fyrir afmæli íbúa og félagslíf fer í sinn hefðbundna farveg. Gangi okkur vel og takk fyrir góða samvinnu.

til baka