Hjólastólagalli

07.03.2022 14:27

Nú nýverið barst Sóltúni gjöf frá fyrirtækinu P&Ó. Um er að ræða fyrirtæki sem hannar sérsaumaða útivistargalla fyrir aldraða og hreyfihamlaða og gefur möguleika á aukinni útiveru og gæðastundum allan ársins hring. Ólöf Árnadóttir sem er hönnuðurinn á bakvið þetta frábæra verkefni og er einnig starfsmaður Sóltúns, afhenti Hildi Björk Sigurðardóttur (aðstoðarframkv. stjóra hjúkrunar) fyrsta hjólastólagallann með þakklæti fyrir foreldra sína sem bjuggu bæði á Sóltúni. Upphaflega hannaði Ólöf gallann fyrir móður sína eftir að hún veiktist og gallinn gerði þeim kleyft að njóta fleiri gæðastunda úti sem var þeim mæðgum ómetanlegt. Við þökkum Ólöfu innilega fyrir þessa gjöf sem mun sannarlega koma að góðum notum fyrir íbúa Sóltúns.

til baka