Heimsóknarreglur - 28. febrúar 2022
28.02.2022 16:35
Heimsóknarreglur - 28. febrúar 2022
Til íbúa og aðstandenda
Hér eru eftirfarandi reglur sem taka gildi frá 28.2 2022 (endurmat reglulega).
Innan heimilis:
GRÍMUSKYLDA. Allir gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilin. Heimilt er að taka grímuna niður á herbergi íbúans vilji íbúinn og aðstandandinn það. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
1 til 2 gestir á dag - heimsóknartími er æskilegastur milli kl. 13-19.
Ekki er mælst til þess að börn á leik- og grunnskólaaldri komi í heimsókn að svo stöddu.
Fjarlægð í samskiptum við starfsfólk og aðra íbúa.
Ekki er heimilt að vera í sameiginlegum rýmum í húsinu og nýta setustofur og borðstofur eða annað sameiginlegt rými til heimsókna.
Aðstandendur sem dvalið hafa erlendis er heimilt að koma í heimsókn.
Aðstandendur og aðrir gestir eru beðnir um að koma ekki í heimsókn inn á heimilin ef þeir finna fyrir einhverjum covid líkum einkennum eða einkennum annara umgangspesta (s.s. kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).
Utan heimilis:
Engar takmarkanir eru á ferðum íbúa utan Sóltúns s.s. í heimsóknir, bílferðir, gönguferðir eða til að sinna öðrum erindum. Gæta vel að persónubundnum sóttvörnum.
Mannfagnaðir og aðrar samkomur. Mælst er til þess að íbúar/aðstandendur fari varlega af stað í þeim efnum og gæti sérstaklega vel að persónubundnum sóttvörnum.
Við ákveðnar aðstæður gætu stjórnendur hæðanna þurft að grípa til hertari heimsóknarreglna í takmarkaðan tíma. Ávallt verður leitast við að veita þær undanþágur sem íbúar og aðstandendur óska eftir eins og hægt er.
Sýnum áfram ýtrustu varkárni og virðum heimsóknarreglur í heimsóknum.
Sýkingavarnarnefnd Sóltúns