Til hamingju Sóltún - 38 starfsmenn fá starfsaldursviðurkenningar

11.02.2022 09:14

Árlega veitir Sóltún starfsaldursviðurkenningar. Hefðbundið eru þær afhentar í janúar en það seinkaði aðeins vegna aðstæðna. Það eru 38 starfsmenn að þessu sinni sem fá glaðning. Átján fá viðurkenningu eftir 3ja ára starf, tíu eftir 5 ára starf, tveir eftir 10 ára starf, tveir eftir 15 ára starf og sex eftir 20 ára starf. Sóltún hefur ávallt verið lánsamt með frábært starfsfólk og færi Sóltún starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir fagmennsku, umhyggju og góð samskipti sem eru svo þýðingamikil fyrir íbúana okkar, ættingja þeirra og alla þá sem starfa hér. Þá eru þeim sem útskrifuðust út heilbrigðistengdu námi árið 2021 færð bókagjöf.

til baka