Einangrun og sóttkví aflétt

29.01.2022 10:05

Einangrun og sóttkví verður aflétt á 3. hæð BC í dag. Þá er ekkert smit í gangi hjá íbúum svo vitað sé . Hins vegar eru margir starfsmenn frá vinnu vegna COVID. Áfram förum við varlega og haldast heimsóknarreglur óbreyttar um sinn. Búist er við því að smitum fjölgi í samfélaginu og er það áhætta fyrir starfsemi hjúkrunarheimila. Mælst er til þess að ættingjar stilli heimsóknum í hóf, 1-2 á dag eftir hádegi eins og verið hefur. Fara á beint inn til íbúa og beint út þegar farið er. Það er grímuskylda og halda á 2 metra fjarlægðarbili. Það reynir mikið á íbúa að smitast og að þurfa að fara í einangrum. Sjálfkrafa fara aðrir íbúar á sama svæði í sóttkví/smitgát sem reynir líka mikið á. Vinnuálag eykst og það er því mikilvægt að allir vandi sig og virði aðstæður. Fólk þarf að vera vakandi fyrir einkennum og koma ekki í Sóltún ef þau eru til staðar. Þá er einnig mælst til þess að íbúar fari ekki á mannfagnaði út í bæ meðan sýkingartíðnin er svona há.

til baka