Heimsóknir á Sóltún
21.01.2022 14:08Þá hefur sóttkví verið aflétt á 3. hæð DE. Áfram er einangrun og sóttkví á 3. hæð BC og ekki leyfðar heimsóknir þangað. Áætlað er að hægt sé að aflétt þar um miðja næstu viku. Beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófum þeirra sem hafa verið í sóttkví á 1. hæð BC, og verður lokað fyrir heimsóknir þar þangað til niðurstöður koma í kvöld eða á morgun. Að öðru leyti er mælst til þess að ættingjar stilli heimsóknum í hóf meðan smittíðni er jafnhá í samfélaginu og greint er frá í fréttum. Fólk er beðið að gæta sóttvarna í hvívetna. Það er afar slæmt að fá smit inná hjúkrunarheimilið. Gangi okkur vel.
til baka