Framvinda COVID smita og heimsóknir

17.01.2022 13:16

Þrír íbúar á 3. hæð DE sem greindust með COVID eru lausir úr einangrun. Nýtt smit kom upp fyrir helgi hjá íbúa á 3. hæð BC, sá íbúi hafði smitast í einkaerindum úti í bæ. Í framhaldinu smituðust 4 til viðbótar og eru þeir allir í 7 daga einangrun, og aðrir á 3. hæð BC í sóttkví. Öll 3ja hæðin verður því áfram lokuð meðan á einangrun stendur. Mikið álag er á starfsfólk. Aðstandendur íbúa á öðrum hæðum eru beðnir að stilla heimsóknum í hóf, mikið er um smit í samfélaginu og fjöldi starfsmanna frá vinnu vegna sóttkvíar og smita. Fólk er hvatt til að gæta persónulegra sóttvarna í hvívetna.

til baka