3. hæð lokuð fyrir heimsóknum vegna einangrunar af völdum COVID og sóttkvíar

11.01.2022 12:45

3. hæð er nú alveg lokuð vegna einangrunar og sóttkvíar. Það hafa ekki fleiri smit greinst á DE gangi og íbúar þar í hægum afturbata. En í morgun greindist með hraðprófi íbúi á 3. hæð BC. Viðkomandi er kominn í einangrun og aðrir í sóttkví. Unnið er að smitrakningu og fylgst er með einkennum, gerð hraðpróf og PCR próf eftir því sem við á. Allir íbúar á hæðinni eru þríbólusettir. Ættingjar íbúa á BC hafa verið upplýstir um stöðu mála.

til baka