Sóltún fagnar 20 ára starfsafmæli í dag
07.01.2022 09:53Í dag fagnar Sóltún 20 ára starfsafmæli. Ferilinn hefur verið farsæll þökk sé frábæru starfsfólki, sterkri hugmyndafræði og vel hannaðri byggingu. Sérstakar aðstæður vegna COVID sýkinga í samfélaginu koma í veg fyrir hefðbundinn fagnað í dag þar sem margir koma saman. Bíður það betri tíma þegar færi gefst á afmælisárinu. Boðið verður uppá hátíðarhádegisverð, fjarbingó og afmælistertu um miðjan dag. Afmælissöngurinn mun óma um húsið. Innilega til hamingju með daginn Sóltún.
til baka