Nýjar heimsóknarreglur frá 21.12.2021

21.12.2021 13:34

Til íbúa og aðstandenda Því miður er ekkert lát á kórónuveiru-smitum í samfélaginu. Mikilvægt er að íbúar, aðstandendur og starfsfólk taki höndum saman og taki ekki óþarfa áhættur yfir hátíðarnar. Fjöldatakmarkanir í samfélaginu miðast nú við 20 manns, hjúkrunarheimili þar sem fjölveikt fólk býr þarf að miða við mun færri, og sem fæsta. Smit eru nú flest meðal óbólusettra barna 12 ára og yngri og bólusetts/óbólusettts fólks á miðjum aldri (Ómíkron).

Innan heimilis:

-Gestir þurfa að vera bólusettir- og bera grímu. ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilin. Ekki er mælt með að taka grímuna niður inni á herbergi íbúa. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur. Virða ber 2 m reglu og spritta hendur við komu og brottför.

- Gestir sem eru óbólusettir þar með talin óbólusett börn, komi ekki í Sóltún. Undanþágu er hægt að fá í samráði við vakthafandi hjúkrunarfræðing ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa, þá er gerð krafa um neikvætt hraðpróf.

- Heimsóknartími er æskilegastur milli kl. 13-19 (lengur á aðfangadag og gamlárskvöld í samráði við vakthafandi hjúkrunarfræðing). Ekki vera fleiri en 1-2 í heimsókn á dag. Virðið 2 m reglu í samskiptum við starfsfólk og aðra íbúa og forðist að stoppa og spjalla.

-Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur eða annað sameiginlegt rými í húsinu til heimsókna.

-Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis – Þeim er heimilt að koma í heimsókn eftir að hafa farið í skimun (PCR próf) á landamærum og niðurstaða úr skimun er neikvæð ásamt því að þeir séu með öllu einkennalausir. Mikilvægt er samt að hafa samráð við vakthafandi hjúkrunarfræðing.

-Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá - mega ekki koma í heimsókn (undanþágu er hægt að fá í samráði við vakthafandi hjúkrunarfræðing ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).

-Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinni, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vakthafandi hjúkrunarfræðingi.

 

Utan heimilis:

-Íbúar geta farið út í garð, í göngu- og ökuferðir með sínum nánasta. Heimsóknir íbúa á einkaheimili krefjast þess að smitvarnir séu í hámarki, og sem fæstir séu á heimilinu og þeir séu bólusettir. Mælt er með hraðprófi hjá viðurkenndum aðilum sem varúðarráðstöfun.

- Mannfagnaðir og samkomur. Þá er áfram mælst til þess að íbúar fari ekki á stærri mannfagnaði eða samkomur. Hafið í huga að: - Íbúi sem hefur verið verið útsettur fyrir smiti (verið í umhverfi þar sem grunur er á að smit hafi verið í gangi), má búast við því að hann/hún þurfi að vera í smitgát í eigin herbergi við komu aftur á hjúkrunarheimilið í nokkra daga, meðan skimað er og fylgst með hvort einkenni gera vart við sig. Það getur verið nauðsynlegt til að útsetja ekki aðra íbúa á sambýlinu sem og starfsfólk.

-Máltíðir um jól og áramót.

Ekki verður almennt hægt að borða jóla- og áramótamáltíðir í Sóltúni með íbúum þar sem gestum er ekki heimilt að dvelja á almenningssvæðum. Maki getur fengið undanþágu til að snæða með íbúa inni á herbergi íbúa, en þá þarf að láta vakthafandi hjúkrunarfræðing vita fyrir kl. 16 þann 22/12 vegna jóla og fyrir kl. 16 þann 29/12 vegna áramóta. Ef aðrir en maki þarf undanþágu, hafið á samband við vakthafandi hjúkrunarfræðing. Athugið að starfsfólk getur ekki þjónustað inná herbergi meðan ættingji er í heimsókn, nema 2ja metra reglu sé fylgt.

Íbúi getur farið út af heimilinu og borðað með ástvinum sínum um hátíðarnar, en þá þarf að gæta varúðarráðstafana eins og fyrr er getið og að sem fæstir séu saman.

Guðþjónusta Engin guðþjónusta verður í sal, en guðþjónustur verða í boði bæði i útvarpi og sjónvarpi yfir hátíðar.

Aðstæður koma í veg fyrir hefðbundin jól, en munum að samveran sjálf er svo mikilvæg og fólk getur skapað sína eigin hátíðar- og jólastund inni á herbergi íbúa og opnað jólapakka, hlustað á jólatónlist og notið hátíðleikans.

Alls ekki koma í heimsókn ef:

1. Þú ert í sóttkví eða smitgát

2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.

3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.

4. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).

5. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun. Tökum ekki óþarfa áhættur. Saman höfum við staðið okkur vel, og viljum gera það áfram. Nýjar heimsóknarreglur gilda, að öllu óbreyttu, fram yfir jól og áramót.

 

Gleðilega hátíð

Sýkingavarnarnefnd Sóltúns

til baka