Takmarka þarf heimsóknir meira frá og með 5. nóvember.

05.11.2021 14:37

COVID-19 smit hefur komið upp hjá einum starfsmanni í stoðþjónustu og er rakningu lokið. Tekin hafa verið hraðrpróf og skimað fyrir hugsanlegum smitum, frekari smit hafa ekki greinst. Nú er unnið í sóttvarnarhólfum og mælst er til að einstaklingar 0-30 ára komi ekki í heimsókn og aðeins 1-2 gestir í einu. Það er grímuskylda í Sóltúni og eiga gestir að fara beint inn til ibúa og staldra ekki við á almenningssvæðum og fara eftir leiðbeiningum starfsmanna.

til baka