Sóttvarnir á Sóltúni yfir helgina

27.08.2021 13:07

Sóttkví hefur verið aflétt á 2. hæð C. Sóttkví er þó áfram á 2. hæð B, þar sem mælingar styðja ekki enþá að aflétta henni og því vissara að vernda íbúa þar sérstaklega. Íbúar á 2. hæð B og C fengu sjúkraþjálfun í dag. Ákveðið hefur þó verið að íbúar á 2. hæð B sem eru í sóttkví geti tekið á móti einum heimsóknargesti yfir helgina hver, þá er komið inn um gaflhurð brunastiga 2. hæð B, hringt í 5906212 og gert grein fyrir sér. Farið er beint inn til íbúa og þaðan sömuleið út þegar heimsókn er lokið. Nota á maska og ekki koma í heimsókn ef einhver minnstu COVID-19 einkenni hafa verið, eða fólk verið á mannamótum eða sé nýlega komið erlendis frá. 30 ára og yngri bíða með að koma. Ekki koma við neitt á leið inn og út og muna að þvo og spritta hendur. Íbúi í einangrun getur ekki fengið gesti fyrr en einangrun er lokið. Almennt eru ættingjar beðnir að stilla heimsóknum í hóf , nota á maska og ekki koma í heimsókn ef einhver minnstu COVID-19 einkenni hafa verið, eða fólk verið á mannamótum eða sé nýlega komið erlendis frá. 30 ára og yngri bíða með að koma. Ekki fara með íbúa á mannamót. Gangi okkur vel ​ Sýkingavarnarnefnd Sóltúns

til baka