Engin smit hafa orðið útfrá COVID-19 smiti íbúa frá 8. ágúst
19.08.2021 14:05Engin smit hafa orðið útfrá COVID-19 smiti íbúa á 2. hæð frá heimsókn í heimahús 8. ágúst. Íbúi er á batavegi. Starfsfólk okkar og íbúar hafa staðið sig afar vel við þesssar erfiðu aðstæður. Íbúar á 2. hæð BC eru enþá í sóttkví og verður henni ekki aflétt fyrr en íbúinn útskrifast úr eingangrun í samráði við COVID-19 göngudeild Lsh. Þá þarf að sótthreinsa samkvæmt sérstakri hreinsunaráætlun eftir COVID-19. Áfram starfar starfsfólk í sóttvarnarhólfum og fylgja sýkingarvarnaráætlun. Ættingjar eru almennt beðnir að stilla heimsóknum í hóf meðan þetta ástand varir og gæta sóttvarna sjálfir svo ekki berist smit í húsið. Íbúar fengu Moderna örvunarbólusetningu fyrr í vikunni og fóru nokkuð vel í gegn um hana þó gætt hafi slappleika sumstaðar og smá hitasveiflna. Gangi okkur vel. Sýkingarvarnarnefnd Sóltúns
til baka