Einn íbúi Sóltúns greindist smitaður af COVID-19

12.08.2021 08:45

Eftir heimsókn í heimahús um helgina smitaðist einn íbúi í Sóltúni af COVID-19. Íbúinn er í einangrun og aðrir íbúar í sama sambýli og því næsta við hliðina eru komnir í sóttkví, sem og nokkrir starfsmenn. Heimsóknir eru því ekki heimilaðar á sambýli B og C á 2. hæð á meðan sóttkví stendur yfir til að minnsta kosti næsta þriðjudag. Þar sem búið er að reka smitið þá þarf ekki að skima hér í Sóltúni að sinni en fylgst er vel með heilsu íbúa og starfsmanna. Sóltún vill ítreka leiðbeiningar og benda á að íbúar séu ekki að hitta ættingja sína 30 ára og yngri þar sem flest smit eru í þeim hópi í samfélaginu. Ættingjar eru beðnir að stilla heimsóknum annars staðar í húsinu í hóf, meðan tekist er á við þetta alvarlega verkefni og gæta sóttvarna í hvívetna. Búast má við að grípa þurfi til frekari takmarkana ef smitum fjölgar. Sýkingavarnarnefnd Sóltúns

til baka