Boðið verður uppá örvunarskammt vegna COVID 19 í næstu viku

12.08.2021 10:12

Í næstu viku stendur til að gefa íbúum í Sóltúni svokallaðan örvunarskammt af bóluefni Pfizer eða bólusetningu nr. 3. Við höfum ekki fengið að vita nákvæma dagsetningu en það skýrist síðar í vikunni. Ef einhver heimilismaður vill EKKI bólusetningu, og aðstandendur þekkja best sitt fólk, þá endilega að láta hjúkrunarfræðing á sambýli ykkar íbúa vita. Annars munu hjúkrunarfræðingar og læknar hér fara yfir það með tiliti til heilsufars hjá hverjum og einum. Sýkingavarnarnefnd Sóltúns

til baka