Hertar sóttvarnarráðstafanir vegna aukinna COVID smita í samfélaginu

23.07.2021 10:47

Samkvæmt tilmælum sóttvarnaryfirvalda, vegna aukinna smita í samfélaginu, hefur Sýkingavarnarnefnd Sóltúns ákveðið að grímuskylda sé nú á Sóltúni fyrir alla nema íbúa.

Við biðlum til aðstandenda að:

  • Vera ekki í alrýmum heimilisins, þegar þeir koma í heimsókn, heldur fara beint inn á herbergi íbúa.
  • Aðstandendur á aldrinum 0-30 ára komi ekki í heimsókn þar sem flest smit eru að greinast í aldurshópnum 18-29 ára.
  • Að forðast að fara með íbúa á mannfagnaði eða samkomur, en leyfilegt er að fara í bílferðir eða heimsóknir.
  • Fara í sýnatöku ef þeir eru að koma erlendis frá og ekki koma fyrr en neikvæð niðurstaða er komin. Þetta á einnig við við bólusetta aðstandendur.

Við minnum jafnframt á eftirfarandi:

  • Munið að hafa grímu meðferðis, þó ekki taugrímu. Leyfilegt er að taka grímu niður inni á herbergi íbúa.
  • Virða sóttvarnarráðstafanir og sýna ýtrustu varkárni.
  • Sinna persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og handsprittun.
  • Virða 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk og forðast að stoppa og spjalla.
  • Forðist snertingu við íbúa eins og kostur er.
  • Allir heimsóknargestir hlaði niður smitrakningarappinu í símann sinn.

Vinsamlega EKKI koma í heimsókn:

  • Ef þú ert í einangrun eða sóttkví, eða ekki liðnir 14 dagar frá útskrift vegna Covid smits
  • Ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  • Ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
  • Ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum og ert óbólusettur.

Við fylgjumst náið með stöðu mála og upplýsum ykkur um leið og breytingar verða. 

Nýjar reglur hafa tekið gildi nú þegar eða frá og með 22.07.2021.

Með vinsemd og virðingu,

Sýkingavarnarnefnd Sóltúns

til baka