Artemis - óður til náttúrunnar

24.06.2021 14:00

Tónlistarhópurinn Artemis, sem samanstendur af þeim Hafrúnu Birnu Björnsdóttur víóluleikara, Ólínu Ákadóttur píanóleikara og Steinunni Maríu Þormar sellóleikara og sópran, heimsóttu Sóltún fimmtudaginn 24.júní.

Þær fluttu tónlist eftir þekkt tónskáld sem er innblásin af náttúrunni  sem og eigin útgáfur af lögum sem hópurinn tengir við náttúruna. 

Þetta voru sérstaklega vel valin lög og einkar fallegur flutningur og þökkum við þeim kærlega fyrir að koma og leyfa íbúum og starfsfólki að njóta. 

 

til baka