Söngskemmtun á Sóltúni

11.06.2021 14:15

Eftir langa Covid bið gátum við loksins komið saman í samkomusalnum okkar og hlustað á ljúfa tónlist. Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari komu og fluttu fyrir okkur einstaklega ljúfa tóna og þökkum við þeim kærlega fyrir heimsóknina. Og svo hlökkum við svo sannarlega til að gera meira af þessu!

til baka

Myndir með frétt